Uppfært kl. 17.21: Fjölmiðlafulltrúi Prince hefur staðfest andlát hans. BBC greinir frá því.
—
Tónlistarmaðurinn Prince fannst á látinn á heimili sínu í Minnesota í Bandaríkjunum í morgun. Hann var 57 ára gamall. Þetta kemur fram á vef TMZ.
Í morgun bárust fréttir af því að lögreglan væri að rannsaka dauðsfall heima hjá Prince en ekki var staðfest að um tónlistarmanninn var að ræða. Á vef TMZ kemur hins vegar fram að fjölmargir heimildarmenn staðfesti að um Prince sé að ræða.
Prince, sem heitir fullu nafni Prince Rogers Nelson, hafði glímt við veikindi undanfarið og hætt við nokkra tónleika af þeim sökum.
Hann sló í gegn árið 1982 með plötunni 1999 og er eflaust þekktastur fyrir lagið Purple Rain. Hann vann sjö Grammy-verðlaun á glæsilegum ferli sínum og seldi fleiri en 100 milljón plötur.