Auglýsing

Tvíhöfði vill að RÚV hætti að flytja fréttir á meðan þátturinn er í loftinu

Tvíhöfði sneri aftur á öldur ljósvakans í dag. Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson verða með þætti sína á laugardögum á Rás 2 og fyrsti þátturinn fór í loftið í dag. Hlustendur tóku eftir því að fréttir fóru í loftið á meðan Jón og Sigurjón voru að tala.

Þetta féll illa í kramið hjá þeim félögum en þeir vilja að RÚV sleppi fréttum á meðan Tvíhöfði er í loftinu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Tvíhöfða. „Við vorum báðir mjög ánægðir með þáttinn og alla umgjörð nema fréttir,“ segir í færsluni.

Við höfðum ekki fattað að fréttir eru á klukkutíma fresti. Það er alltof mikið og algjör óþarfi þar sem ekkert nýtt kemur fram á milli tíma. Við leggjum til að fréttum verði bara algjörlega sleppt á meðan þátturinn er svo við megum nota tímann til að mæta væntingum hlustenda okkar.

Tvíhöfði segir að ekkert merkilegt gerist á einum klukkutíma og kallar fréttir á klukkutíma fresti arfleifð frá gamalli tíð. „Þessar leiðinlegu fréttir fæla líka frá þá ungu hlustendur sem við erum að reyna að ná til,“ segir í færslunni.  

Ef svo ólíklega vill til að eitthvað gerist merkilegt þá getum við rofið útsendingu. Við treystum því að það verði fundin einhver farsæl lausn á þessu sem allir geta sætt sig við.“

Færslu Tvíhöfða má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing