Stóru fréttir dagsins eru þær að Icelandair hefur keypt WOW air. Stjórn Icelandair Group gerði kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.
Skúli Mogensen segist stoltur af þeim árangri og þeirri uppbyggingu sem WOW air hafi náð á undanförnum árum og er þakklátur fyrir þær viðtökur sem flugfélagið hefur fengið frá fyrsta degi.
Að sjálfsögðu er fólkið á Twitter búið að vera duglegt að tjá sig um málið og grínast smá í leiðinni. Við tókum saman það skemmtilegasta úr umræðunni hér að neðan.
Sjá einnig: Icelandair hætt að bjóða upp á baguette með skinku og osti: „Eina sem ég borðaði í flugi með þeim“
Ég valdi greinilega ekki réttan dag til að kaupa Arnald Indriðason …
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) November 5, 2018
Kaupverð Icelandair á WOW eru sirka 15 milljón evrur, sem er einmitt sama verð og Burnley borgaði fyrir varnarmanninn Ben Gibson frá Middlesbourgh.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 5, 2018
Er séns fyrir ykkur @Icelandair að selja nokkrar wowair vélar og fjármagna kaup á slatta af baguette með skinku og osti?
— Árni Torfason (@arnitorfa) November 5, 2018
Það jákvæða við þennan samruna er að nú geta allar flugfreyjur WOW sett aðra mynd á Insta með captioninu: "Spennandi tímar framundan, sjáumst í háloftunum."
— Elli Joð (@ellijod) November 5, 2018
Icelandair voru greinilega ekki einu sem vildu kaupa. pic.twitter.com/YXqBNakTaf
— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) November 5, 2018
uuu verða nýju flugvélarnar svona? pic.twitter.com/P2RUGlRhOh
— Berglind Festival (@ergblind) November 5, 2018
Söluverð Wow air er u.þ.b. 15% af verði nýrrari einnar Airbus A321 vélar, sem eru uppistaðan í flota Wow…
— Hlynur Magnússon (@hlynurm) November 5, 2018
Hver eru líkleg áhrif þessa á krónuna? Pulsan hérna í Köben er að verða svolítið mikið dýr https://t.co/Omm3jNi32P
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) November 5, 2018
Þetta lag kom út í gær/í dag.
Max óheppni. pic.twitter.com/BieUs57e7c— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) November 5, 2018