Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum í gær og heimsókn Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á fundinn hafa verið mikið í umræðunni undanfarin sólarhring.
Margir eru mótfallnir því að Pia hafi verið fenginn til að ávarpa þjóðina á slíkum merkisdegi. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn og þá gekk Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, af fundinum þegar að Pia tók til máls.
Sjá einnig: Pia ánægð með heimsóknina til Íslands
Bjarni Benediktsson og Steingrímur J. Sigfússon hafa varið þá ákvörðun að fá Piu til þess að flytja ávarp á fundinum. Steingrímur segir að Pia hafi verið fengin í nafni embættis síns en ekki skoðana en Pia er þekkt fyrir baráttu gegn fjölmenningu og innflytjendum. Pia sjálf gaf lítið fyrir mótmælin og sagði þau vera bæði skammarleg og óréttmæt.
Lífleg umræða hefur sprottið upp á samfélagsmiðlinum Twitter um fundinn og Piu og að sjálfsögðu tókum við saman allt það helsta fyrir ykkur.
Er ekki tilvalið að nýta þetta ofvaxna svið og flytja Guns'N'Roses tónleikana á Þingvelli í næstu viku? Svona fyrst það er á annað borð komið fordæmi fyrir því að hleypa miðaldra rasistum upp á svið þar að skemmta. pic.twitter.com/w4gVD2Y3s4
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 18, 2018
https://twitter.com/DNADORI/status/1019917188835303426
Skemmtileg staðreynd: Gestir fullveldishátíðar hefðu komist fyrir á Húrra.
— Árni Plúseinn (@arnipluseinn) July 19, 2018
100 ára fullveldishátíð er fagnað með því að almenningi var haldið frá klassísk
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 18, 2018
Það á aldrei að bera virðingu fyrir skoðunum fólks. Ég ber ekki virðingu fyrir einhverri rotinni rasískri grautarhausa rökleysu, en ég ber virðingu fyrir rétti þínum til að vera það mikill brauðsneiðsheili að hafa hana.
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) July 19, 2018
Megatrendið í dag er extreme alþýðleiki. Landsliðsþjálfari dæmir á pollamóti, Guðni mætir í 7 ára afmæli. Hönnun dagsins hefði átt að vera nesti og lautarferð. Pía verður hluti af svartri sögu Þingvalla.
— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) July 18, 2018
Ég ætla ekki að mæta á bjórkvöldið á hendrix í kvöld ef Pia Kjærsgaard er að spila
— Siffi (@SiffiG) July 19, 2018
Umferð um Þingvallaveg reyndist rétt yfir meðaltali, á hátíðarfundi Alþingis. Um 273 bílum meira fór um heiðina. Þessi aukning gæti gróft séð svarað til þess fjölda gesta sem sóttu fundinn ásamt alþingismönnum og starfsfólki. Umferðin er þó talsvert undir meðalumferð um helgar. pic.twitter.com/FN769clsMY
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 19, 2018
ríkisstjórnin okkar lætur eins og undirgefinn kjáni, að óttast við að móðga einhvern rasista en ekki 12% íslensku þjóðarinnar sem er af erlendum uppruna
— stófi (@KristoferAlex) July 19, 2018
Æðislegur stemmari í kringum þessa fullveldishátíð 😀
— Berglind Festival (@ergblind) July 18, 2018
Samkvæmt mínum heimildum tilkynnir KSÍ á morgun að Pia Kjærsgaard taki við af Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Guðni Bergsson mun undirstrika að það sé ekki verið að ráða persónuna Piu heldur þjálfarann Piu og vonar að enginn fari að blanda þessu saman.
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) July 18, 2018
Förum í þetta; hvernig hefðum við skipulagt fullveldishátíðina betur fyrir minna en 80 milljónir? Sjálf hefði ég boðið Kim Larsen sem fulltrúa dönsku þjóðarinnar og beðið hann um að syngja Papirsklip.
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) July 19, 2018
Ég veit ekki hvort er grillaðra; að bjóða Piu að ávarpa þennan fund eða halda að 6-7 ÞÚSUND MANNS myndu mæta á Þingvöll… pic.twitter.com/blcFJ2HJ9m
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 18, 2018
Ef fólk ætlar að vera í pólítík verður það stundum að þola að sækja viðburði með fólki sem það er mjög ósammála. Þú getur ekki einu sinni tekið þátt í norrænu samstarfi ef þú ætlar að sniðganga allt þar sem fráleitt fólk kemur fyrir.
— Rafn Steingríms (@rafnsteingrims) July 18, 2018
Við sonurinn fórum á hátíðarfund á Þingvöllum í gær? hann var svo spenntur fyrir Pia Kjærsgaard að hann pissaði í sig❤️ pic.twitter.com/KQBSBDdabx
— er patREKUR VIÐ? (@kuldaskraefa) July 19, 2018