Auglýsing

Var sendiherra Kína á Íslandi njósnari? Sagður hafa verið handtekinn ásamt konu sinni

Kínverska ríkisdagblaðið Global Times kallar eftir því í dag að Kína upplýsi hvort Ma Jisheng, fyrrverandi sendiherra Kína á Íslandi, hafi verið njósnari.

Jisheng hvarf fyrir átta mánuðum og kínversk stjórnvöld hafa upplýst að hann snúi ekki aftur til starfa af persónulegum ástæðum.

Málið er afar dularfullt. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Telegraph hafa upplýsingar um hann verið fjarlægðar af vef sendiráðs Kína á Íslandi. Þá hafa greinar um hann verið fjarlægðar af netinu, án þess að það sé útskýrt sérstaklega.

Samkvæmt Mingjing News, sem er bandarískur vefur sem flytur fréttir frá Kína, hefur Ma Jisheng verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni fyrir að selja leyndarmál til Japans. Utanríkisráðuneyti Kína vill ekki tjá sig um málefni hans.

Í síðustu viku kallaði dagblaðið Global Times eftir meira gagnsæi.

Það hefur verið staðfest að Ma hefur verið gómaður. Við vonum að saga hans birtist í fjölmiðlum til að vara aðra við.

Ma Jisheng starfaði í Japan í fjögur ár áður en hann var upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína og sendiherra á Íslandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing