Auglýsing

Viðskiptavinir DILL rukkaðir um tólf þúsund krónur ef þeir bóka borð og mæta ekki

Ef fólk sem hefur bókað borð á veitingastaðnum DILL mætir ekki er það rukkað um 11.900 krónur. Staðurinn er fullbókaður næstu fjóra mánuði og er sá fyrsti hér á landi til að fá hina eftirsóttu Michelin-stjörnu.

Þetta kemur fram á mbl.is.

Dill tók nýlega upp nýtt bókunarkerfi og á bókunarsíðunni þarf að gefa upp kortanúmer við bókun. Þar kemur fram að gjaldið sé tekið af kortinu mæti viðskiptavinurinn ekki.

Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumaður á DILL, segir að þetta sé meira hugsað sem jákvæð hvatning fyrir fólk til að mæta eða muna að afbóka.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing