Auglýsing

Vinur Klevis útskýrir hvernig hann var myrtur á Austurvelli – Hann bauð grátandi manni hjálp sína

Klevis

Klevis Sula var 21 árs þegar hann var stunginn á Austurvelli 3. desember. Íslenskur karlmaður er grunaður um verknaðinn – en vinur Klevis, Andrea Zasiv skrifaði til hans á Facebook – og útskýrði hvað hefði gerst þetta örlagaríka kvöld

Hæ allir,

Vinsamlegast takið andartak úr lífi ykkar og leyfið mér að segja ykkur frá vini mínum Klevis. Hann er yndislegur strákur, hann er alltaf að reyna að hjálpa fólki, alltaf að reyna að fá fólk til að brosa og að deila jákvæðni sinni. Hann er alltaf rólegur og hefur svo stórt hjarta, en hjarta hans var raskað tvisvar á laugardagskvöld! Klevis lést í gærdag. Klevis er ekki lengur meðal vor. Hann var aðeins tvítugur að aldri.

Ohh þú hefðir átt að sjá hversu ánægður hann var þegar hann kom til Íslands! Viljið þið vita hvernig hann dó?

Hann var að reykja sígarettu fyrir utan bar og það var maður að gráta við hlið hans, hann fór þangað og bauð hjálp sína, en fékk í staðinn hníf með beittu blaði. Það er svona einfalt að deyja í öruggasta landi í heimi! Og leitt að þurfa að minnast á það, en þegar Birna lést, þá töluðu allir um það. Var ég sorgmæddur út af Birnu? Auðvitað, strax eftir vaktina mína kleif ég upp á hæðina og grét yfir mynd af henni. Hvað um minn kæra vin? Af hverju er ég ekki að lesa eina einustu minningargrein? Af hverju er fæðingarland hans svona mikið mál? Af hverju eru Albanir ólíkir Íslendingum? Verðskuldar Klevis ekki athyglina sem Birna fékk? Til ykkar sem hafið slæmt álít á Albönum, áður en þið takið ákvörðun um að við séum slæmir, takið þá andartak. Við erum venjulegt fólk – alveg eins og sá sem þú sérð í speglinum á hverjum morgni, verðskuldum við ekki virðingu ykkar bara út af því hvar við erum fæddir?

Ps. Ég virkilega elska Ísland og Íslendinga, en ég skrifa þetta við skjáinn fullur af tárum.
*Plís deilið þessu, svo allir geti vitað hvað kom fyrir vin minn. RIP Kle Vis. Við söknum þín.

DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.

Rnr: 0528-14-405642
Kt: 310194-3879

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing