Mark sem Marie Jóhannsdóttir, íslensk þrettán ára stúlka sem býr í Noregi, skoraði í vítaspyrnu á dögunum hefur vakið gríðarlega athygli. Sjáðu myndbandið neðst í fréttinni.
Boltinn laumaði sér í markið með ótrúlegum hætti eftir að hafa fyrst farið í þverslá og þaðan hátt í loft upp. Feykir greinir frá þessu.
Um var að ræða leik á milli liðs Marie, Styn, og Sandane í fylkismóti Sogn og Fjordane í innanhúsfótbolta. Eins og sjá má í myndbandinu hélt markvörðurinn að boltinn færi ekki í markið og yfirgaf markið.