Kettlingarnir fimm sem fluttu úr Kattarshians-húsinu í síðustu viku hafa fengið ný heimili. Tinna Björk Kristinsdóttir, útsendari Nútímans, fór í Kattholt í gær og hitti Áshildur, sem var að sækja kettlinginn Vigdísi. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Áshildur var búin að fylgjast með Vigdísi í Keeping Up With The Kattarshians sem hóf göngu sína fyrir tveimur mánuðum og hefur verið í beinni útsendingu á Nútímanum og í Sjónvarpi Símans síðan. Þátturinn hefur slegið í gegn og áhorfendur eru frá öllum heimshornum.
Horfa ???? Keeping Up With The Kattarshians í beinni útsendingu
Bríet, Stubbur, Ronja og Guðni voru fyrstu kettlingarnir sem fluttu í húsið. Þau fengu svo ný heimili og Vigdís, Hekla, Katla, Bubbi og Þór fluttu inn. Nú hafa þau einnig fengið heimili og systkinin Bó og Svala búa í húsinu núna.
Vinir okkar í Kattholti verða með páskabasar næsta laugardag, 8. apríl.
Basarinn verður í húsi Kattholts að Stangarhyl 2 og stendur yfir frá klukkan 11 til 16. Það verða fallegir munir til sölu, s.s. páskaskraut, kisudót og margt fleira. Að ógleymdri kökusölunni, með tertum, brauðum og hvers kyns kruðeríi. Glæsilegar könnur, hannaðar og prentaðar af kisuvinum, sem verða til sölu.
Nokkrar yndislegar kisur, sem þrá að eignast ný heimili taka á móti gestum.