Auglýsing

Hérna er fólk sem er þegar búið að gefa kost á sér í forsetakosningunum

Um hvað snýst málið?

Sex manns hafa gefið kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir í nýársávarpi sínu að hann ætli ekki að gefa kost á sér á ný.

Hvað er búið að gerast?

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson gaf kost á sér í nóvember og Youtube-stjarnan Ari Jósepsson var þá þegar búinn að tilkynna framboð. Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon tilkynnti svo um framboð sitt á dögunum rétt eins og Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur.

Þá hefur Árni Björn Guðjónsson, listmálari, húsgagnasmiður og fyrr­ver­andi odd­viti Kristi­lega lýðræðis­flokks­ins, tilkynnt um framboð sitt og rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir.

Hvað gerist næst?

Kosn­ing­arn­ar fara fram þann 25. júní og for­setafram­bjóðend­ur þurfa að til­kynna um fram­boð fimm vik­um áður, eða 21. maí.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing