Um hvað snýst málið?
Verkfall flugvirkja stendur nú yfir en það hófst klukkan sex á sunnudagsmorgun.
Hvað er búið að gerast?
Samkvæmt frétt RÚV er deilt um lengd samningstímans en flugvirkjar fara fram einnig fram á launahækkun.
Samningar flugvirkja við Icelandair losnuðu 31. ágúst en kjaraviðræðunum var vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Eitt af meginhlutverkum ríkissáttasemjara er að annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar.
Samningar milli Icelandair og flugvirkja náðust ekki og flugvirkjar boðuðu því til verkfalls 8. desember. Það hófst svo á sunnudag. Alls starfa 280 flugvirkjar hjá Icelandair.
Samningafundi flugvirkja og Icelandair var slitið hjá Ríkissáttasemjara um klukkan 4 í nótt án þess að niðurstaða fengist. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar en ríkissáttasemjari segist í samtali við RÚV gera ráð fyrir að heyra hljóðið í samninganefndunum í dag.
Flugum Icelandair hefur verið aflýst og seinkað vegna verkfallsins.
Hvað gerist næst?
Samningafundir halda áfram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir segir að lagasetning á verkfallið komi ekki til greina.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.