Auglýsing

Örskýring: Af hverju er Bjarni hættur viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn og hvað gerist næst?

Um hvað snýst málið?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn í dag.

Hann sagðist hafa gert það vegna þess að það hefði verið uppsöfnuð tilfinning hans að ríkisstjórn flokkanna væri ekki á vetur setjandi, þ.e. að hún væri ekki líkleg til að árangurs.

Hvað er búið að gerast?

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir umræðurnar hafa strandað á hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB og umbætur í kvótakerfinu.

Bjarni hitti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum síðdegis í dag og greindi honum frá stöðu mála.

Bjarni sagði í samtali við fjölmiðla eftir fundinn að næstu skref í höndum forsetans.

Hann sagðist rætt við formenn Vinstri grænna og Framsóknar í dag en sé ekki með neina viðmælendur til að halda áfram að gera tilraunir til að mynda ríkisstjórn.

Bjarni segist enn vera með stjórnarmyndunarumboðið sem hann fékk fyrir tveimur vikum frá forseta Íslands.

Hvað gerist næst?

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið boðuð til fundar við forsetann kl. 13 á morgun.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing