Auglýsing

Örskýring: Bíddu, ha? Af hverju voru allir að tala um FIFA17 í vikunni?

Um hvað snýst málið?

KSÍ hafnaði boði tölvuleikjarisans EA Sports um að karlalandslið Íslands í fótbolta yrði með í FIFA17. FIFA er vinsælasti fótboltaleikur heims.

Eftir að greint var frá málinu á þriðjudaginn sköpuðust líflegar umræður. Margir voru ósáttir við ákvörðun KSÍ.

Hvað er búið að gerast?

EA Sports hafði samband við KSÍ í sumar og bauð félaginu 1,7 milljón íslenskra króna fyrir réttinn á karlalandsliðinu í FIFA17.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði að tölvuleikjarisinn hefði boðið lítilræði sem félagið sætti sig ekki við.

Fréttin rataði einnig í erlenda fjölmiðla. Geir sagði í samtali við BBC að tölvuleikjarisinn hefði viljað réttinn nánast frítt. Þá sagði hann að gagnrýnin ætti frekar að beinast að EA Sports.

Á miðvikudagsmorgun beið Geirs tölvupóstur frá EA Sports en fyrirtækið hafði orðið vart við umræðuna daginn áður og vildi hefja viðræður við KSÍ um þátttöku Íslands í FIFA18.

Geir sagði í kjölfarið að nú hefði félagið rúman tíma til að semja. Hann segir að markmið beggja aðila sé að bæði karla- og kvennaliðið verði með í næsta leik.

Hvað gerist næst?

Samningaviðræðum á milli EA Sports og KSÍ um þátttöku Íslands í FIFA18 verður haldið áfram.

FIFA17 kemur út 29. september.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing