Um hvað snýst málið?
Engir áhorfendur verða á leik Úkraínu og Íslands í Kænugarði í kvöld, aðeins 70 þúsund tóm sæti.
Um er að ræða refsingu vegna óæskilegrar hegðunar stuðningsmanna úkraínska liðsins.
Hvað er búið að gerast?
Stuðningsmenn Úkraínu viðhöfðu kynþáttafordóma í leik liðsins gegn San Marínó í undankeppni HM 2014. Þeir gerðu slíkt hið sama í leik liðsins gegn Spánverjum í undankeppni EM en í leiknum bendu þeir einnig laser að spænsku leikmönnunum.
FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, ákvað að einn leikur Úkraínu í undankeppni HM 2018 yrði leikinn fyrir luktum dyrum í refsingarskyni fyrir hegðunina í leiknum gegn San Marínó.
UEFA ákvað að Úkraína þyrfti einnig að leika einn leik fyrir luktum dyrum í undankeppni EM 2020.
Hvað gerist næst?
Kristján Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, sagði að það gæti orðið erfitt fyrir íslensku leikmennina að fara úr adrenalínkikkinu sem fylgdi því að spila á EM í Frakklandi og spila þar sem engir áhorfendur eru. Aftur á móti gæti áhorfendaleysið hjálpað þar sem stuðningmönnum Úkraínu fylgir gríðarlegur hávaði.
Úkraínskir stuðningmenn munu fjölmenna í torgi fyrir utan leikvanginn þar sem leikurinn verður sýndur á risaskjá. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst hann kl. 18.45.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.