Auglýsing

Örskýring: Ha? Þurfti alltaf einhver að fylgja forsetanum út á flugvöll og taka í höndina á honum?

Um hvað snýst málið?

Sú venja að handhafi forsetavalds fylgi forseta Íslands til og frá Keflavíkurflugvelli þegar hann fer utan í embættiserindum hefur verið lögð af, eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskaði eftir því.

Guðni sagði í viðtali á RÚV að venjan hafi verið arfleifð frá gömlum tíma og það hafi verið tímaspursmál hvenær þessu yrði breytt.

Hvað er búið að gerast?

Þegar forseti Íslands fer til útlanda fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald.

Fylgdin fór þannig fram að bílstjóri sótti handhafa forsetavalds og farið var með hann í lögreglufylgd á eftir forsetabílnum til Keflavíkur. Þar fór hann í gegnum vopnaleit og öryggisskoðun, fylgdi forsetanum að hliðinu og þeir kvöddust með handabandi til að yfirfæra forsetavaldið.

Handhafi forsetavalds beið svo þar til forsetinn fór úr landi og var svo keyrður í lögreglufylgd aftur til baka. Þegar forsetinn kom heim þurfti handhafi forsetavalds að fara út á flugvöll og bíða við landganginn þar til forsetinn kom og fylgja honum að forsetabílnum.

Árið 2012 vildi forsætisráðuneytið leggja þessa venju af en forsetaembættið vildi halda í hana.

Hvað gerist næst?

Næst þegar forsetinn fer til útlanda þar handhafi forsetavalds því ekki að fylgja honum út á flugvöll.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing