Auglýsing

Örskýring: Hvað kom fyrir lambið í Hörgársveit og af hverju er málið komið til lögreglu?

Um hvað snýst málið?

Matvælastofnun hefur vísað til lögreglu máli þar sem grunur leikur á um illa meðferð á lambi við smölun í Hörgársveit í september síðastliðnum.

Hvað er búið að gerast?

mbl.is greindi frá því að lambi hefði verið misþyrmt hrottalega við smalamennsku. Dýrið var örmagna og tók einn þeirra sem annaðist smölunina það og kastaði því frá sér áður en hann gekk í skrokk á því, sparkaði í það og stappaði á hálsi þess.

Síðar sama dag fannst lamb lamað í Þverárrétt og óskaði héraðsdýralæknir eftir því að slá lambið af og kryfja það síðan. Eigandinn neitaði því, aflífaði það sjálfur og setti í gám fyrir dýrahræ. Ekki er því hægt að sanna að um sama lamb hafi verið að ræða.

Aðalsteinn Heiðmann Hreinsson, bóndi á Auðnum 1 í Öxnadal, var eigandi lambsins. Hann sagði að sonur hans hefði borið lambið nokkur hundruð metra þar sem það hætti að ganga vegna þreytu.

Missti hann tak á einum fæti lambsins og segir Aðalsteinn að lambið hafi þá sparkað í andlitið á syni hans. Við það hafi hann ósjálfrátt beygt sig áfram og datt lambið fram af öxlum hans við það. Setti hann því næst annan fótinn á hálsinn á því til að halda við það svo það myndi ekki sleppa.

Matvælastofnun óskaði eftir vitnum að atvikinu og sagði að talið væri að fjöldi manns hafi verið viðstaddur þegar atvikið átti sér stað.

Hvað gerist næst?

Lögregla rannsakar málið.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing