Auglýsing

Örskýring: Mannskæðasta árásin í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012

Um hvað snýst málið?

Að minnsta kosti 17 létust í skotárás í Marjory Stoneman Douglas High-skólann í Parkland í Flórída í gær. Árásarmaðurinn var Nikolas Cruz, 19 ára fyrrverandi nemandi skólann. Hann er í haldi lögreglunnar.

Hvað er búið að gerast?

Þetta er mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála. Haft er eftir nemendum við skólann að hann hafi hótað þeim öllu illu og þeir eiga að hafa grínast með að hann væri líklegur til að mæta í skólann einn daginn með sjálfvirkan riffil.

Cruz mætti í skólann síðdegis í gær þegar flestir voru á heimleið. Hann skaut þrjá til bana fyrir utan skólann og hóf svo skothríð inni í skólanum þar sem 12 létust samstundis. 17 voru fluttir á sjúkrahús og tveir létust af sárum sínum þar. Þrír nemendur eru enn í lífshættu.

Hann kveikti á brunavarnarkerfi skólans áður en hann hóf skothríðina sem skapaði mikla ringulreið.

Hvað gerist næst?

Árásarmaðurinn er á meðal hinna særðu.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing