Auglýsing

Örskýring: Stjórnarmyndunarviðræðum slitið en hvað í fjandanum gerist næst?

Um hvað snýst málið?

Framsóknarflokkurinn hefur slitið stjórnarmyndunarviðræðum sem hófust í síðustu viku. Ásamt Framsókn tóku Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar þátt í viðræðunum.

Hvað er búið að gerast?

Alþingiskosningar fóru fram laugardaginn 28. október. Átta flokkar náðu kjöri:

  • Sjálfstæðisflokkurinn með 16 þingmenn
  • Vinstri græn með 11
  • Framsókn með 8
  • Samfylkingin með 7
  • Miðflokkurinn með 7
  • Píratar með 6
  • Flokkur fólksins með 4
  • Viðreisn með 4

63 Alþingismenn sitja á þingi. Flokkarnir fjórir sem reyndu án árangurs að mynda stjórn þangað til í dag voru með samtals 32 þingmenn kjörna. Þeir voru því með minnsta mögulega meirihluta.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði í færslu á Facebook í dag að þessi naumi meirihluti hafi vegið of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar.

Hvað gerist næst?

Líklegt þykir að Bjarni Benediktsson fái næstu umboð frá forseta Íslands til að mynda stjórn. Þá er talið að hann muni mynda stjórn frá miðju til hægri. Flokkarnir sem myndu falla undir þá skilgreiningu eru Framsókn, Miðflokkurinn, Viðreisn og mögulega Flokkur fólksins.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing