Auglýsing

Örskýring: Taylor Swift og Apple

Um hvað snýst málið?

Taylor Swift sagði að plötur hennar yrðu ekki aðgengilegar á væntanlegri streymisþjónustu Apple sem opnar 30 júní.

Ástæðan var sú að til stóð listamenn myndu ekki fá greidd höfundaréttargjöld fyrir þriggja mánaða prufutíma sem nýjum notendum þjónustunnar stendur til boða.

Hvað er búið að gerast?

Taylor Swift birti opið bréf til Apple á Tumblr-síðu sinni þar sem hún útskýrði ákvörðun sína.

Það er ekki of seint að breyta þessari ákvörðun. Við biðjum ykkur ekki um fría síma. Ekki biðja okkur um að útvega ykkur ókeypis tónlist.

Apple brást við bréfi Swift strax á sunnudagskvöld.

Eddy Cue, náinn samstarfsmaður Tim Cook forstjóra Apple, sagði á Twitter að Apple myndi endurskoða ákvörðun sína og greiða listamönnum fyrir streymi sem á sér stað á meðan prufutími notenda stendur yfir.

Hann beindi svo orðum sínum til Taylor Swift.

Swift hafði áður fjarlægt tónlist sína af Spotify vegna þess að hún telur streymisþjónustuna ekki greiða listamönnum nóg.

Hvað gerist næst?

Ljósmyndarinn Jason Sheldon birti opið bréf til Taylor Swift þar sem hann gagnrýndi söngkonuna fyrir að krefjast þess að ljósmyndarar sem mynda hana á tónleikum afsali sér höfundarétti myndanna. Swift hefur ekki svarað Sheldon.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing