Auglýsing

Örskýring: Það sem við vitum um skotárásina í Orlando

Um hvað snýst málið?

50 voru myrtir eftir að byssumaður hóf skothríð í næturklúbbi í Orlando í Flórída í nótt. 53 eru særðir eftir árásina, þar á meðal einn lögreglumaður.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er árásin sú mannskæðasta af þessu tagi í sögu Bandaríkjanna.

Hvað er búið að gerast?

Lögreglumaður sem var kallaður á staðinn lenti í stuttum skotbardaga við byssumanninn fyrir utan klúbbinn áður en hann flúði aftur inn. Eftir það tók byssumaður gísl inni á klúbbnum áður en lögreglan réðist til atlögu um klukkan fimm í morgun á staðartíma.

Lögreglan framkvæmdi sprengingu til að villa um fyrir byssumanninum áður en hún ruddist inn á staðinn og skaut hann til bana. Að minnsta kosti 30 manns var bjargað í aðgerð lögreglunnnar.

Byssumaðurinn hét Omar Mateen og var 29 ára gamall frá Port St. Lucie í Flórída. Hann var öryggisvörður og var með leyfi til að bera vopn.

Hvað gerist næst?

Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. Bandaríska alríkislögreglan FBI telur að árásarmaðurinn hafi verið farinn að halla sér að trúarkenningum íslamskra öfgamanna.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing