Auglýsing

Örskýring um næsta bardaga Gunnars Nelson, Albert Tumenov er stórhættulegur andstæðingur

Um hvað snýst málið? 

Gunnar Nelson mætir Rússanum Albert Tumenov á UFC bardagakvöldi í Rotterdam í sunnudagskvöldið 8. maí.

Hvað er búið að gerast? 

Gunnar tapaði síðasta bardaga sínum gegn Demian Maia í desember og hefur tapað tveimur af þremur síðustu bardögum sínum. Hann þarf nauðsynlega á sigri að halda í Hollandi ef hann ætlar sér að vera á meðal fremstu manna í flokknum.

Albert Tumenov er stórhættulegur andstæðingur. Hann er í 15. sæti á styrkleikalsta UFC í veltivigtinni. Gunnar er ekki á topp 15. Bardagaaðdáendur ytra telja Tumenov sigurstranglegri en Gunnar.

Tumenov hefur sigrað fimm bardaga í röð í UFC eftir að hafa tapað í frumraun sinni í bardagasamtökunum. Hann hefur klárað 11 bardaga á ferlinum með rothöggi og þar af þrjá í UFC.

Vinstri krókurinn hans er einn sá hættulegasti í veltivigtinni. Tumenov kemur með langar fléttur, velur höggin sín vel og endar oft flétturnar á háspörkum. Háspörkin virka áreynslulaus og eru þetta ekki svona nýþung spörk eins og í Muay Thai heldur frekar léttari háspörk eins og í karate.

Þannig er Tumenov í betra jafnvægi þegar hann sparkar og getur fylgt spörkunum eftir með hnefahöggum.

Hvað gerist næst? 

Bardagakvöldið fer fram í Ahoy höllinni í Rotterdam. Búast má við að Gunni berjist milli klukkan 20 og 22.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Þetta er svokölluð gestaörskýring frá MMA fréttum. Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun MMA frétta um Albert Tumenov.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing