Auglýsing

A$AP Rocky „enginn engill“ í nýju myndbandi Teyana Taylor: „Issues/Hold On“

Fréttir

Lagið Issues/Hold On sem bandaríska söngkonan Teyana Taylor samdi í samstarfi við samlanda sinn Kanye West byggir á hljóðbút frá laginu I Do Love You eftir hljómsveitina Clint Black & The East Side Band (sjá neðst). Eins og heyra má grundvallast taktur lagsins, að mestu, á einni lúppu úr fyrrnefndu lagi (West leyfir hljóðbútnum að standa nánast óbreyttum og syngur Taylor svo yfir, ca. 00:19-00:30).

Lagið Issues/Hold On er að finna á plötunni KTSE (sem stendur fyrir Keep That Same Energy) sem Teyana Taylor gaf út síðasta sumar. Platan geymir alls átta lög (West smíðaði alla takta plötunnar) og fékk hún fína dóma. KTSE var meðal annars valin plata ársins á vefsíðunni Okay Player. 

Þrátt fyrir lofið sem platan uppskar olli lokaútgáfa plötunnar Teyana Taylor talsverðum vonbrigðum. Líkt og fram kemur í viðtali söngkonunnar við rapparann Joe Budden (sjá hér að neðan) var Taylor ósátt með lengd KTSE. Samkvæmt Taylor tók West sér bessaleyfi og stytti plötuna talsvert—með því að klippa út eitt og eitt erindi á hinum og þessum lögum—án þess að leita eftir samþykki hennar. Þrátt fyrir þetta segist söngkonan vera ánægð með afraksturinn, að mestu, þó svo að hún ætli hugsanlega að gefa út plötuna aftur í fullri lengd. 

Hvað sem togstreitunnar á milli Teyana Taylor og Kanye West líður leit myndbandið við lagið Issues/Hold On dagsins ljós fyrir fáeinum dögum síðan (sjá efst). Myndbandinu leikstýrði söngkonan sjálf og þykir hún standa sig með prýði í því hlutverki. Þá koma rappararnir A$AP Rocky, A$AP Ferg og Tyler the Creator við sögu í myndbandinu. Hinn fyrstnefndi leikur eiginmann Taylor sem líkt og fram kemur í texta lagsins er enginn engill:

Fighting to keep us together, hope it’s worth a try /
You ain’t always been an angel but heaven’s on our side /

Þess má einnig geta að söngkonan titlar sig sem Teyana „Spike T“ Taylor í upphafi myndbandsins. Um er að ræða tilvísun í bandaríska leikstjórann Spike Lee. Mynd hans BlacKkKlansman er talin hafa veitt söngkonunni innblástur við gerð myndbandsins.

Nánar: https://www.vulture.com/2019/0…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing