Fréttir
Þökk sé nýju listaverki þýsk-afríska listamannsins Max Siedentopf mun lagið Africa eftir hljómsveitina Toto hljóma til eilífðarnóns í Namíbeyðimörkinni.
Nánar: https://pitchfork.com/news/tot…
Listaverkið samanstendur af sex hátölurum, mp3 spilara—sem spilar einvörðungu eitt lag (Africa)—og sólarorku til þess að spila lagið um alla eilífð, samkvæmt listamanninum (sjá myndband hér að ofan).
„Ég var hugfanginn af hugmyndinni og langaði að heiðra lagið með því að hafa verkið Africa til sýnis í Afríku,“ sagði Siedentopf í viðtali við NPR.
Nánar: https://www.npr.org/2019/01/14…
Lagið Africa samdi bandaríska hljómsveitin Toto árið 1981. Lagið er að finna á fjórðu hljóðversplötu Toto, Toto IV, sem kom út þann 30. september 1982. Þá skaut Africa upp kolli á nýjan leik í fyrra—í flutningi bandarísku hljómsveitarinnar Weezer (sjá hér að neðan).
Líkt og einn háðfuglinn orðaði það í athugasemdakerfi Youtube: „Ótrúlegt að þeir hafi skírt heila heimsálfu í höfuðið á þessu lagi.“