Fréttir
Í gær (12. október) gaf rapparinn Alexander Jarl út sína fyrstu plötu í fullri lengd, ekkert er eilíft, á Spotify. Platan inniheldur 12 lög og skartar þremur gestum: Emmsjé Gauta, GKR og Isak Douah.
Í byrjun október var rapparinn í viðtali hjá Bleikt.is þar sem hann lýsti plötunni með eftirfarandi orðum:
„Ég lýsi nýja verkinu þannig að í því er hrein tilfinning yrt og endurtekin aftur og aftur eins og drillur. Í kjölfarið ákváðum við að byrja upp á nýtt. Fullkomin umbreyting á hljóði okkar og texta krafðist einfaldlega mikillar sjálfskoðunar og breytinga innra með. Þremur viðburðaríkustu mánuðum í mínu lífi seinna stóðum við Helgi Ársæll stoltir með okkar fyrstu plötu í fullri lengd tilbúna; Ekkert Er Eilíft. Ég hefði kannski ekki getað fundið ostalegri titil, en af öllum austfirsku möntrunum er þessi mér kærust.“
– Alexander Jarl (bleikt.is)
Nánar: https://bleikt.pressan.is/lesa/…
Hér er svo myndband við lagið hvort annað sem Jarlinn gaf út í lok september.