Auglýsing

„Apple Juice“—„nafn lagsins komið til vegna misskilnings“

Fréttir

Síðastliðinn 27. júlí gaf kanadíska söngkonan Jessie Reyez út myndband við lagið Apple Juice (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Philip Harris og var það skotið í suður-Frakklandi. Taktinn smíðaði Fred Ball. 

Í samtali við tímaritið Fader lýsti sagði Reyez að nafn lagsins ætti rætur að rekja til misskilnings:

„Ég var að spila í Montreal fyrir u.þ.b. 300.000 manns—en ég hef sjaldan komið fram á stærri tónleikum. Ég sagði áhorfendum að ég ætlaði að flytja nokkur óútgefin lög sem ég hefði ekki flutt áður á sviði. Í kjölfarið geng ég þvert yfir sviðið með plastglas stútfullt af viskí og sagði: ,Já, sko þetta er bara epladjús!’ Svo lagði ég glasið frá mér og byrjaði lagið. Næsta dag sá ég grein á netinu þar sem blaðamaður ritaði ,svo flutti Jessie Reyez rosa flott lag sem bar titilinn Apple Juice.’ Mér fannst þetta skemmtilegt og ákvað að spyrja fylgjendur mína á Instagram hvort að ég ætti að nefna lagið Apple Juice eða Gotta Love. Flestir voru hrifnari af hinu fyrrnefnda.“

– Jessie Reyez

Nánar: https://www.thefader.com/2018/0…

Síðast gaf Reyez út plötuna Kiddo árið 2017 (sjá hér að neðan).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing