Fréttir
Tónlistarmaðurinn Huginn kom ferskur inn í íslensku rappsenuna í ár. Fyrr á árinu gaf hann út myndbönd við lögin Gefðu mér einn og Eini strákur og í gær (12. desember) fylgdi hann útgáfunni eftir með myndbandi við lagið Vildi Ekki Neitt sem hann samdi í samstarfi við rapparann Herra Hnetusmjör og pródúsentinn Óðinn Arnarsson (sjá hér fyrir ofan). Í tilefni þess heyrði SKE í Hugin og spurði hann nánar út í myndbandið, jólin og Stórtónleika KBE sem fara fram næsta laugardag (16. desember) í Gamla Bíó. Gjörið svo vel.
Viðtal: RTH
Viðmælandi: Huginn Frár Guðlaugsson
SKE: Já, góðan daginn. Hvað segir Huginn gott?
Huginn: Ég er mjög góður!
SKE: Árið 2017 er að klárast. Hvað stóð upp úr?
Huginn: Það sem stóð upp úr hjá mér var að ég byrjaði að gefa út tónlist og stunda það á fullu.
SKE: Áramótaheit?
Huginn: Gefa út meira efni.
SKE: Uppáhalds jólalag? Hvers vegna?
Huginn: Vildi ekki neitt ft. Herra Hnetusmjör.
SKE: Die Hard eða National Lampoon’s Vacation?
Huginn: Die Hard alla leið.
SKE: Hvað langar þér í jólagjöf?
Huginn: Hahah, ég segi alltaf bara pening; er bestur í að finna eitthvað sniðugt fyrir sjálfan mig.
SKE: Já, og til hamingju með nýja myndbandið. Hvernig kom samstarf ykkar Hnetusmjörs til?
Huginn: „Fun fact:“ Ég og Árni vorum saman á laugum í 9. bekk!
Ég tók upp viðlagið við þetta lag og sendi snapp á nokkra vini. Í kjölfarið spurði Árni spurði hvort hann mætti hoppa á það. Daginn eftir tókum við upp erinndin okkar og tveimur dögum seinna tókum við upp myndbandið. Því var drop-að og ég kynntur í KBE! Þetta gerðist allt saman mjög fljótt – og heppnaðist mjög vel.
SKE: Wonayd (Óðinn Arnarsson) pródúseraði lagið. Hver er það?
Huginn: Það er 17 ára strákur, fæddur 2000. Illa hæfileikaríkur strákur.
SKE: Hvar var myndbandið tekið upp?
Huginn: Inni í herberginu mínu.
SKE: Verður lagið að finna á væntanlegri plötu eða mixteipi?
Huginn: Já algjörlega – er að vinna í því að setja saman teip.
SKE: Ef þú yrðir að eyða 500.000 ISK fyrir miðnætti í kvöld – hvernig myndirðu verja krónunum?
Huginn: Ef það væri á laugardegi, þá myndi ég kaupa nammi á 50% afslætti fyrir allan peninginn og endurselja það á manudegi á 20% afslætti, easy 300.000 krónur. En ef það væri ekki á laugardegi þá myndi ég líklega kaupa mér hátalara og föt.
SKE: Þú treður upp á Stórtónleikum KBE næstkomandi laugardag. Hvers vegna eiga lesendur að mæta?
Huginn: Herra Hnetusmjör, Birnir, Floni, jóipé, króli og fleiri. Fullt af nýju efni, ásamt eldra. 3000 kronur, frekar fokking gott verð fyrir frekar fokking gott show.
SKE: Eitthvað að lokum?
Huginn: Vildi Ekki Neitt is out now.
(SKE þakkar Hugin kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til að tryggja sér miða á Stórtónleika KBE næstkomandi laugardag í Gamla Bíó.)
Nánar: https://midi.is/atburdir/1/102…