Fréttir
Síðastliðinn 28. nóvember gaf tónlistarkonan Árný út myndband við lagið Nowhere I’d Rather Be (sjá hér fyrir ofan) á Youtube.
Um ræðir fyrsta lag af væntanlegri plötu Árnýjar sem mun koma út í byrjun næsta árs. Platan er unnin í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson en tónlistinni má lýsa sem blöndu af acoustic og elektrónískum hljóðheim. Myndbandið er framleitt af Eyk Studio þar sem áhersla var lögð á endurspeglanir og viðkvæmni með gler í forgrunni.
Athygli vekur að Árný fór eigin leiðir í dreifingu myndbandsins á netinu, sumsé í stað þess að greiða samfélagsmiðlum auglýsingakostnað beint bauð hún aðdáendum sínum að dreifa myndbandinu á Facebook í þágu góðs málefnis:
„Ég ákvað í staðinn fyrir að borga samfélagsmiðlum fyrir að dreifa myndbandinu að biðja fólk um að deila og gefa peninginn til Hugrúnar (félag sem vinnur að því að auka þekkingu ungs fólks á geðheilsu) – ég gef 500 kr. fyrir hverja deilingu. Upphaflega ,budget-ið’ var 25.000 en ég er búin að fá fleiri sem vildu hjálpa til við að leggja málefninu lið og nú hef ég 70.000 til að gefa. Ég er komin með 95 deilingar sem gerir 47.500 kr. – þannig mig vantar 45 deilingar til að na upp í 70 þúsund.“
– Árný
Áhugasamir geta fundið myndbandið á Facebook með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Nánar: https://www.facebook.com/music…
Lagið má einnig finna á Spotify og öllum helstu tónlistarveitum.