Fréttir
Bandaríkjamaðurinn Tucker Gott stýrir vinsælli rás á Youtube sem státar sig af 470,000 áskrifendum, þar sem hann deilir reglulega myndböndum af sjálfum sér í svifflugi.
Fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan sótti hann Ísland heim og birti í kjölfarið átta myndbönd af ævintýrum sínum á eyjunni. Líkt og fram kom í einu myndbandinu þá týndi hann GoPro vél á meðan á dvöl hans stóð. Leit hans af vélinni bar engan árangur.
Allt blessaðist þetta hins vegar hjá svifflugmanninum viðkunnanlega því í gær (31. október) birti hann nýtt myndband á rás sinni undir yfirskriftinni Ég týndi þessari GoPro vél á Íslandi fyrir tveimur mánuðum síðan – vélin er fundin.
Eins og titilinn gefur til kynna hefur hann endurheimt vélina en í myndbandinu segir hann frá því að fremi viðfelldinn Finni hafi fundið vélina á Íslandi tveimur vikum eftir að hún glataðist (sjá hér fyrir ofan).
(Hér fyrir neðan er svo eitt af vinsælustu myndböndum Tucker Gott þar sem hann leikur listir sínar í íslensku náttúrunni.)