Fréttir
Samkvæmt þeim upplýsingum sem er að finna á vefsíðunni How Stuff Works heimsækja u.þ.b. 40 milljónir manna síðuna á hverjum mánuði. Hlaðvarp síðunnar, sem ber sama nafn, er hlaðið niður um 10 milljón sinnum á mánuði.
Mætti því tala um ágætis landkynningu þegar blaðamaðurinn Dave Roos birti grein á vefsíðunni undir yfirskriftinni Hugguleg íslensk jólahefð sem er þess virði að stela—“The Cozy Icelandic Christmas Tradition You’ll Want to Steal“—í gær (21. desember).
Nánar: https://people.howstuffworks.c…
Vísar titill greinarinnar í jólabókaflóðið á Íslandi:
„Á Íslandi, þar sem mikilfjörleg bókmenntahefð hefur verið við lýði frá miðöldum, eru bækur vinsælasta jólagjöfin. Börn fá myndskreyttar bækur, til lesturs fyrir svefninn; táningar fá nýjustu tárakreistu John Green, í íslenskri þýðingu; og fullorðnir fá stafla af vinsælum skandinavískum krimmum, eða sjálfútgefin verk eftir lítt þekkta höfunda.“
– Dave Roos
Þá kemur það einnig fram í greininni að Íslendingar elski ekki aðeins lestur—heldu skrif líka: „Talið er að einn af hverjum 10 Íslendingum gefi út bók á ævinni. Þá tala Íslendingar einnig um að ganga með bók í maganum.“