Auglýsing

„Ísland átti skilið að vinna.“

Fréttir

Stuttu eftir jafntefli Íslands og Argentínu í opnunarleik D-riðilsins á HM fóru spekingar bresku sjónvarpsrásarinnar ITV yfir helstu atriði leiksins (sjá hér að ofan). Meðal spekinga rásarinnar var Patrice Evra, fyrrum liðsmaður Manchester United og franska landsliðsins. 

Aðspurður út í frammistöðu íslenska landsliðsins var Evra afar jákvæður og hrósaði liðinu í hástert:

„Ég held að maður verði að hrósa íslenska liðinu. Maður býst við þessu frá þeim. Ég sagði það sama í hálfleik. Allir aðdáendur liðsins eru örugglega mjög stoltir af liðinu vegna þess að þeir gáfu sig allan í leikinn. Þeir spiluðu með hjartanu. Þeir vissu að þeir væri ekki að fara stýra gang leiksins—en ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða engu að síður. Ég held, meira að segja, að þeir hefðu átt skilið að vinna.“

– Patrice Evra

Einnig rýna sparkspekingar ITV í vítið sem Argentína fékk í seinni hálfleik síðar í myndbandinu en samkvæmt Gary Neville og Mark Clattenburg var þetta ekki víti; hins vegar áttu Argentínumenn að fá víti seinna í leiknum, samkvæmt fyrrnefndum spekingum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing