Fréttir
Árið 2013 tróð hljómsveitin The National upp á listasafninu MoMA PS1 í New York og flutti lagið sitt Sorrow aftur og aftur í sex klukkustundir. Um var að ræða gjörning í samstarfi við íslenska listamanninn Ragnar Kjartansson en flutningurinn var síðar gefinn út í plötuformi árið 2015 (A lot of Sorrow).
Í gær (24. október) frumsýndi hljómsveitin nýtt myndband við lagið I’ll Still Destroy You (sjá hér fyrir ofan) en þar kemur Ragnar Kjartansson aftur við sögu – sem og leikstjórinn og ljósmyndarinn Allan Sigurðsson. Lagið er að finna á plötunni Sleep Well Beast sem kom út í byrjun september.
Allan Sigurðsson deildi myndbandinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og þakkaði samstarfsfólki sínu kærlega fyrir:
„Mikill heiður að fá að að leikstýra þessu myndbandi með Ragga Kjartans fyrir hljómsveitina The National. Frábært fólk sem kom að þessu og ég er ennþá með konfetti fast í skónum eftir tökurnar. Þetta kvöld gleymist seint.“
– Allan Sigurðsson
Hér er svo platan Sleep Well Beast á Spotify.