Fréttir
Síðastliðinn 31. janúar gaf breski rapparinn Lady Leshurr út myndband við lagið HORRID á Youtube (sjá hér að ofan). Um ræðir í raun freestyle þar sem rapparinn flytur frumsaminn texta yfir takt úr smiðju Silencer. Myndbandinu leikstýrði Jay Goodz og var það skotið og klippt á 48 klukkustundum.
Frá því að myndbandið kom út hafa rúmlega 170.000 manns horft á myndbandið og hafa viðtökurnar verið góðar; netverjinn Brian Kelley er t.a.m. á þeirri skoðun að Lady Leshurr hafi yfirburði yfir kollega sína Nicki Minaj og Cardi B, sem eru almennt í hávegum hafðar þegar færustu rapparar nútíðarinnar eru til umræðu: „I put her up against Cardi B and Nicki Minaj any day!“
Lady Leshurr hefur gefið út fjölmörg mixteip í gegnum tíðina. Síðast gaf hún út mixteipið Lil Bit of Lesh árið 2014. Þá hefur lagið Queen’s Speech 4 notið mikill vinsælda meðal aðdáenda rapparans.