Fréttir
Í gærkvöld (21. júní) birti bandaríska íþróttafréttastöðin ESPN ofangreint myndband þar sem hópur sparkspekinga spáir í leik Íslands og Nígeríu sem fer fram klukkan 15:00 í dag. Í myndbandinu veltir hópurinn ósigur Argentínu fyrir sér—liðið tapaði 0-3 á móti Króatíu í gær—og einnig hvaða áhrif úrslitin hafa á leikskipulag Íslands og Nígeríu.
Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum en tveir af þremur sérfræðingum ESPN hallast að því að Ísland sigri leikinn, þar á meðal Skotinn Steve Nicol:
„Íslendingarnir eru mjög einbeittir. Þeir hugsa ekki um neitt annað en það sem þeir komu hingað til að gera: að verjast þétt og gera sér mat úr mistökum andstæðinganna. Ég held að þeir séu ekkert að velta sér upp úr leik Argentínu og Króatíu. Þeir hugsa bara um Nígeríu.“
– Steve Nicol (ESPN)
Hér fyrir neðan má svo sjá sama hóp fara yfir leik Argentínu og Króatíu.