Auglýsing

Spyrja hvort að Rihanna sé hin sanna „drottning rapps“ í kjölfar Lemon

Fréttir

Í fyrradag (1. nóvember) gaf hljómsveitin N.E.R.D. út myndband við lagið Lemon í samstarfi við söngkonuna Rihanna (sjá hér fyrir ofan). Er þetta jafnframt fyrsta lagið sem N.E.R.D. gefur út eftir sjö ára pásu. 

Lagið hefur vakið mikla athygli – á þeim rúmum tveimur sólarhringum sem eru liðnir frá því að myndbandið birtist fyrst á Youtube hefur það verið skoðað tæplega þrem milljón sinnum – og þykir erindið hennar Rihönnu sérstaklega vel heppnað (erindið byrjar ca. 00:44 og kemst hún á ákveðið flug í kringum 01:29.)

Notendur Twitter hafa tjáð sig mikið um ágæti erindsins og velta nú margir því fyrir sér hvort að Rihanna sé í raun „hin sanna drottning rapps“ – en ekki Cardi B og Nicki Minaj, sem hafa átt í illdeilum undanfarin misseri, og hafa, að mati sumra aðdáenda rapptónlistar, að minnsta kosti, barist um fyrrnefndan titil. 

Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim ummælum sem notendur Twitter hafa látið falla um erindi Rihanna í Lemon. 

(Hér eru svo lagið Motorsport sem Migos gáfu út í lok október ásamt Nicki Minaj og Cardi B.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing