Auglýsing

Daily Mail fjallar um íslensku pungþurrkuna – Herbert Guðmundsson flæktur í málið

Fréttir / Kómík

Breska fréttablaðið Daily Mail fjallaði um íslenska sundlaugamenningu á vefsíðu sinni í gær undir yfirskriftinni: „Þetta er ekki pungþurrka: íslenskar sundlaugar neyðast til þess að hengja upp skilti sem meina karlmönnum að nota hárþurrkur sem pungþurrkur.“

https://www.dailymail.co.uk/news/article-3557511/Th…

Fréttinn rataði inn á vefsíðuna reddit.com í gær, en í morgun var hún búin að safna alls 30 „upvotes“ (þar sem notendur smella á greinina til þess að hún færist ofar á síðuna).

Í greininni segir að í kjölfarið á reglulegum kvörtunum hafi Sundhöllinn í Reykjavík neyðst til þess að setja upp sérstakt skilti í búningsklefa karla þar sem mönnum er bannað að nota hárþurrkur sem pungþurrkur (einn óánægður viðskiptavinur hafði meira að segja skrifað á hárþurrkuna „Þetta er ekki pungþurrka“).

Á vefsíðu reddit.com má finna ansi athyglisverð komment frá íslenskum notendum, en þar eru nokkrar íslenskar poppstjörnur bendlaðar við þennan óverknað.

https://www.reddit.com/r/Iceland/comments/4geqc2/i…

Hér eru helstu kommentin:

Hvað í fjandanum á ég þá að gera?

– Vondi

Sundhöllin virðist halda að þú eigir bara að fara úr sturtunni og klæða þig í með blautan pung. Skammarlegt.

– bestur

Herbert Guðmundsson stundaði þetta grimmt í Sporthúsinu sirka 2009, góðir tímar.

– aztec2step

Fucking bullshit og forræðishyggja, fer ekki þangað aftur.

– Alriteyeah

Daily Mail linkur? Hypjaðu með þann fjanda burt héðan.

– snemand

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing