Auglýsing

Aðdáendur íslensks rapps klóra sér í hausnum yfir nýju mixteipi Lexi Picasso

Fréttir

Í gærkvöldi gaf íslenski rapparinn Lexi Picasso út nýtt mixteip á Soundcloud-síðu sinni (sjá hér fyrir ofan). Mixteipið ber hinn látlausa titil Lexi Picasso og inniheldur á þriðja tug laga.

Ef eitthvað er að marka hljóðbúta sem reglulega hljóma í lögunum er hið æruverðuga J.U.S.T.I.C.E. League á bakvið tónsmíðarnar en um ræðir bandarískt tvíeyki sem samanstendur af þeim Erik „Rook“ Ortiz og Kevin „Colione“ Crowe sem hafa jafnframt pródúserað lög fyrir listamenn á borð við Mary J. Blige, Rick Ross og Drake. 

(J.U.S.T.I.C.E. stendur fyrir Just Undeniably Some of the Illest Composers Ever.)

Nokkrir aðdáendur íslensks rapps hafa tjáð sig um mixteipið á samfélagsmiðlum – þar á meðal á Facebook-hópnum Nýtt Íslenskt Hiphop – og klórað sér í hausnum yfir ýmsum eiginleikum plötunnar, sumsé þeirri staðreynd að Lexi Picasso sé að vinna með fyrrnefndu tvíeyki; hversu fyrirvaralaus, og jafnframt metnaðargjörn (25 lög), útgáfan er; ásamt því hversu mikill Bruno Mars fílingur er í fyrsta lagi plötunnar, Aint Nothing, svo nokkuð sé nefnt. Virðast flestir vera sammála um það að hér sé á ferðinni fínasta mixteip. 

Hér fyrir neðan má sjá brot af viðbrögðum manna á Twitter og Facebook.

(Hér er svo lagið Aston Martin Music með Drake og Rick Ross sem JUSTICE League pródúseraði ásamt hlekk á fyrsta lag nýju plötu Lexi Picasso, Aint  Nothing, á Youtube.)

(Þess má einnig geta að í sumar deildi Lexi Picasso myndbroti á Twitter-síðu sinni sem mætti túlka á þann veg að nýtt myndband sé á leiðinni frá rapparanum og þá í samstarfi við JUSTICE League.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing