Í gær leit nýtt myndband frá rapparanum Kid Cudi dagsins ljós. Lagið ber titilinn Surfin’ og verður að finna á nýjustu hljóðversplötu rapparans Passion, Pain and Demon Slayin’.
Surfin’ er annað myndbandið af fyrrnefndri plötu sem rapparinn sendir frá sér en hann hafði áður gefið út myndband við lagið Frequency. Í Surfin’ getur að líta hressan Cudi sem dansar um í neon lýstu herbergi ásamt rapparanum A$AP Rocky og börnum Will Smith, þeim Jaden og Willow.
Myndbandið var skotið áður en Kid Cudi fór í meðferð en rapparinn hefur lengi glímt við þunglyndi. Síðastliðinn október ritaði rapparinn aðdáendum sínum bréf þar sem hann gerði grein fyrir stöðu sinni:
„Kvíði og þunglyndi hafa ráðið ríkjum í lífi mínu síðan ég man eftir mér. Þetta er ástæðan fyrir því að ég fer ekki út úr húsi. Platan mun koma út fyrr en varir … Mig langaði bara að ganga frá nokkrum hlutum áður en ég færi inn svo að ég gæti einbeitt mér að því að ná heilsu.“
– Kid Cudi
Mikið hefur gengið á í einkalífi Kid Cudi síðustu misseri en hann rataði í fréttirnar í síðustu viku þegar hann svaraði kollega sínum Drake fullum hálsi á Twitter í kjölfar þess að sá síðarnefndi „diss-aði“ hann í laginu Two Birds One Stone:
You were the man on the moon /
Now you just go through your phases / – Drake
Kid Cudi brást ókvæða við á Twitter með því að láta eftirfarandi ummæli falla (tístinu var síðar eytt):
@Drake Say it to face, pussy. You think it’s a game. I wanna see you say it to my face. I’ll be out soon. Promise.
Illdeilur Drake og Kid Cudi eiga sér rætur að rekja til rapparans Meek Mill, en hann og Drake hafa lengi eldað grátt silfur saman. Síðastliðinn september blandaði Kid Cudi sér í deilurnar þegar hann virtist taka undir þær ásakanir Meek Mill þess efnis að Drake skrifaði ekki sína eigin texta:
Everyone thinks they’re soooo great. Talkin top 5 and be having 30 people write songs for them
— The Chosen One (@KidCudi) September 14, 2016
The fake ones wont be lasting too much longer
— The Chosen One (@KidCudi) September 14, 2016
My tweets apply to who they apply. Ye, Drake, whoever. These niggas dont give a fuck about me. And they aint fuckin with me.
— The Chosen One (@KidCudi) September 14, 2016
Síðan þá hefur rapparinn Lupe Fiasco blandað sér í málið á Twitter:
Fuck cudi https://t.co/g1QQLyFbjd
— Lupe Fiasco (@LupeFiasco) October 29, 2016
You pushing what you THINK you know about this dude…I’m acting what i KNOW. That dude FOUL and needs his ass beat. Period https://t.co/KVjti5ty5m
— Lupe Fiasco (@LupeFiasco) October 29, 2016
He called me a thief. In public. Had all kinds of people shitting on me for no reason. Then ducked a conversation to clarify or squash it https://t.co/164DtLO83P
— Lupe Fiasco (@LupeFiasco) October 29, 2016
Til gamans má geta að rapparinn Big Sean gaf einnig út nýtt lag í gær þar sem hann ræðir vinaslit síns og Kid Cudi, en Kid Cudi virðist vera sérstaklega góður í því að eignast óvini þessa dagana (lagið má hlusta á hér fyrir neðan):
Cudi and Ye, what happened to our family ways, though/
When I put you on that song with Nas you had told me that you was forever grateful/
And that we brothers/
So it hurt to hit the internet to find out that me and you don’t fuck with each other over a miscommunication/
That probably could be fixed with a five-minute conversation/
I’m still praying for you, though …